Horft til suðurs yfir Djúpalónssand, en Umhverfisstofnun hefur fengið háa styrki úr sjóðnum til lagfæringa þar.

Opið til morguns fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa minnir á að enn er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2020. Umsóknarfrestur er til hádegis á morgun, 29. október. „Mikill og góður árangur hefur orðið af starfi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Á þeim árum sem sjóðurinn hefur starfað, eða frá árinu 2012, hefur hann úthlutað hátt í 600 styrkjum að samtals upphæð nærri 4,5 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu.

Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga jafnt sem einkaaðila sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:

a) Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru

b) Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og náttúruvernd

c) Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna verkefna sem eru styrkhæf skv. liðum a eða b.

Líkar þetta

Fleiri fréttir