Gististaðir fá styrki til uppsetningar hleðslustöðva

Eins og greint var frá í síðasta Skessuhorni hefur Orkusjóður úthlutað styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við gististaði um land allt þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Meðal þessara gististaða hér á Vesturlandi eru Farfuglar ses á Akranesi og Borgarnesi, Hótel Hamar Borgarnesi, Fosshótel Reykholti, Nes í Reykholtsdal, Fosshótel Hellnum á Snæfellsnesi, Fosshótel Stykkishólmi, Dísarbyggð ehf á Þórdísarstöðum í Eyrarsveit og Vogur sveitasetur á Heyá 371 Búðardal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir