Nýja seiðaeldisstöðin í botni Tálknafjarðar er ríflega einn hektari að flatarmáli. Þjóðvegurinn vestur liggur við stöðina. Ljósm. Guðlaugur Albertsson.

Seiðaeldisstöð Arctic Fish er stærsta bygging Vestfjarða

Síðastliðinn föstudag var ný seiðaeldisstöð Arctic Fish formlega opnuð í botni Tálknafjarðar. Gestum var boðið að skoða stöðina og kynna sér starfsemina. Sjö ár eru síðan undirbúningur að framkvæmdunum hófst, en byggingarnar sem nú eru risnar eru þær stærstu á Vestfjörðum, 10.300 fermetrar að flatarmáli, eða ríflega einn hektari.

Vatnið endurnýjað á klukkustundarfresti

Arctic Fish er í helmings eigu Norway Royal Salmon sem kom inn með aukið hlutafé til móts við stofnendur félagsins fyrir þremur árum, en íslenska félagið Novo ehf. á 2,5% og pólskur samstarfsfélagi þess 47,5%. Sigurður Pétursson stofnandi Arctic Fish og framkvæmdastjóri hjá félaginu er í forsvari fyrir Novo sem hann ásamt Guðmundi Stefánssyni hjá Novo Food í Frakklandi eiga saman.

Sigurvin segir að nýja seiðaeldisstöðin sé afar tæknivædd. Meðal annars er vatnið allt endurnýtt í sérstökum búnaði og fylgst er daglega með eiginleikum þess. „Við tökum þrjú sýni á hverjum degi úr öllum endurnýtingarkerfum fyrir vatnið og greinum þau á eigin rannsóknarstofu. Vatnsendurnýjunin er talsverð því hverri 360 rúmmetra einingu af vatni er skipt út á klukkutíma fresti allan sólarhringinn og vatnið sent í gegnum lífhreinsunarbúnaðinn. Með stöðugum sýnatökum sjáum við strax ef við þurfum að breyta stillingum eða bæta vatnið. Við flytjum inn sérstakt fóður fyrir seiðin upp að 80 gramma þyngd, en það fóður er þéttara í sér og auðveldar að hægt sé að hreinsa vatnið og endurnýta með þessum hætti.“ Aðspurður segir Sigurvin að fóðrið sé flutt inn í gegnum Laxá, en það er framleitt í Danmörku af Biomar. Eftir að seiðin hafa náð 80 gramma þyngd er byrjað að gefa fóður sem framleitt er hjá Laxá á Akureyri. Í seiðafóðrið er notað fiskimjöl, sojamjöl, maís, lýsi, olíur og vítamín.

Sjá nánar umfjöllun í Skessuhorni vikunnar

Líkar þetta

Fleiri fréttir