Fjölga rafhleðslustöðvum

Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við gististaði um land allt þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.

Alls verða veittir 26 styrkir til að setja upp 112 hleðslupunkta vítt og breitt um landið. Heildarfjárhæð styrkjanna nemur ríflega 30 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti helmings mótframlagi umsækjenda og nemur heildarfjárfesting verkefnanna því 60 milljónum króna hið minnsta.

Á næstunni verður enn fremur úthlutað fjárfestingarstyrkjum til uppbyggingar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla, en þeir styrkir voru einnig auglýstir í sumar. Þeim styrkjum er ætlað að styrkja uppbyggingu hraðhleðslustöðva á lykilstöðum og tryggja þannig hindrunarlausar ferðir rafbíla milli landshluta, enda fjölgar rafbílum hratt hér á landi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira