Eldur kviknaði í Elkem

Búið er að ná tökum á eldi sem kviknaði í verksmiðju Elkem á Grundartanga í morgun. Eldurinn kviknaði á fjórðu hæð verksmiðjunnar og var Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað út klukkan 6:45 í morgun. Búið var að slökkva eldinn um klukkan hálf níu og engin slys urðu á fólki en ekki er vitað um tjón.

Líkar þetta

Fleiri fréttir