Eldur í verksmiðju Elkem á Grundartanga

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var upp úr klukkan 6:45 í morgun kallað að verksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er eldur í skautum á fjórðu hæð verksmiðjunnar. Fólk er ekki í hættu.

Slökkvilið er enn að störfum og verður fréttin uppfærð þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir