Svipmynd af fundi SSV og Ólafs Guðmundssonar í Borgarnesi. Ljósm. mm.

Lagfæring fjölfarinna ferðamannavega brýnasta verkefnið

Kynnti rannsókn á ástandi vega og umferðarmannvirkja á Vesturlandi

 

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi héldu fjóra kynningarfundi á Vesturlandi í síðustu viku þar sem vegamál og umferðaröryggi var til umræðu. Fundirnir voru haldnir í Stykkishólmi, Búðardal, Borgarnesi og Hvalfjarðarsveit.

Á þeim hélt Ólafur Guðmundsson ráðgjafi erindi en hann hefur um árabil annast EuroRap öryggismat á vegakerfinu hér á landi. Kynnti hann nýlega úttekt sína á gæðum, kostum og göllum, vegakerfisins á Vesturlandi. Sóknaráætlun Vesturlands stóð straum af kostnaði við úttektina í landshlutanum, en farið var í þessa vinnu að áeggjan Sturlu Böðvarssonar fyrrum þingmanns, bæjarstjóra og samgönguráðherra.

Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, taldi að með úttekt Ólafs væri nú komið gagnlegt tæki til að hafa með í farteskinu þegar rætt verður við fjárveitingavaldið og Vegagerðina um brýnar aðgerðir í samgöngumálum á Vesturlandi.

Sjá nánar umfjöllun í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir