Hættir að sekta vegna nagladekkja

„Að gefnu tilefni þá viljum við taka það fram að við erum hættir að sekta ökumenn sem aka um á nagladekkjum,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. Samkvæmt reglugerð má ekki aka á nagladekkjum fyrr en eftir 1. nóvember, en nú er gerð undantekning frá því í ljósi veðurs og færðar. „Við hvetjum alla ökumenn til þess vera á góðum hjólbörðum til vetraraksturs og hreinsa snjó og klaka af rúðum bíla sinna vel og vandlega áður en ekið er af stað,“ segir lögreglan sem hvetur ökumenn til að aka varlega og í takti við aðstæður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir