Sóley Rós til vinstri, Árdís Eva og lengst til hægri er Lilja Hrund Jóhannsdóttir vinkona þeirra, kokkur og eigandi Sker restaurant í Ólafsvík.

Ung Dalakona stofnaði veisluþjónustuna Moon veitingar

Sóley Rós Þórðardóttir er dóttir þeirra Ingibjargar Jóhannsdóttur frá Ási í Laxárdal í Dölum og Þórðar Svavarssonar frá Búðardal á Skarðsströnd. Sóley fæddist heima í stofunni í Búðardal á Skarðsströnd. „Það er pínu fyndin saga því pabbi minn og báðir afar mínir fæddust í þessari sömu stofu. En ég var á mikilli hraðferð í heiminn,“ segir Sóley þegar Skessuhorn ræddi við hana í liðinni viku. Sóley ólst upp á Miðbrautinni í Búðardal þar sem hún gekk í grunnskóla. Eins og mörg ungmenni úti á landi þurfti hún að fullorðnast hratt og flytja að heiman aðeins 16 ára gömul til að fara í framhaldsskóla. Hún fór í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og bjó þar á heimavistinni. Hún tók eitt ár á almennri námsbraut áður en hún hélt til Reykjavíkur í kokkanám.

Síðan hefur sitthvað á daga hennar drifið, hún starfað við greinina, lokið námi og startað veisluþjónustu í samstarfi við vinkonu sína. Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir