Volvo dælubíll Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, sem breytt var í One Seven dælubíl á Bifreiðaverkstæði Hjalta. Ljósm. kgk.

Settu upp One Seven búnað í dælubíl slökkviliðsins

Volvo dælubifreið Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Eftir að dæla bílsins hrundi fyrir nokkru síðan hefur bíllinn staðið ónothæfur, þar til nú. Spánýjum One Seven dælubúnaði hefur verið komið fyrir í bílnum, ásamt mónitor. Bíllinn er orðinn eins og nýr, að sögn slökkviliðsstjórans. Það var Bílaverkstæði Hjalta sem annaðist allar breytingar á bílnum, en verkstæðið er þjónustuaðili slökkviliðsins. Skessuhorn settist niður með þeim Þráni Ólafssyni, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Sölva Má Hjaltasyni, verkfræðingi hjá Bílaverkstæði Hjalta, sem sögðu frá þessu ferli.

Sjá frásögn og myndir í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir