Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri og Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri Borgarverks undirrita samninginn. Kjartan Elíasson verkfræðingur á Siglingasviði Vegagerðarinnar og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri vottuðu undirritunina. Ljósm. Eyþór Garðarsson.

Grundarfjarðarbær semur við Borgarverk

Síðastliðinn föstudag undirrituðu Grundarfjarðarbær og Borgarverk verksamning um lengingu Norðurgarðs í Grundarfjarðarhöfn. Borgarverk átti lægsta tilboð af fimm sem bárust í útboði í september síðastliðinn en tilboðið hljóðaði upp á 247 milljónir króna eða 0,6% yfir kostnaðarátætlun verksins, samkvæmt frétt Skessuhorns fyrir skömmu. Byggður verður 90 metra langur brimvarnargarður en í heild er lengingin 130 metrar. Vegagerðin hannaði lengingu hafnargarðsins og sá um útboðsgerð en Efla verkfræðistofa gerði útboðsgögn fyrir rekstur stálþilsins. Framkvæmdir hefjast síðar í mánuðinum en áætluð verklok eru 1. júní 2020.

Líkar þetta

Fleiri fréttir