Olíuskip losnaði frá bryggju

Olíuskipið Torm Venture liggur nú við bryggju við Miðsand í Hvalfirði en skipið flytur olíu á geymslutanka þar. Í norðan roki í morgun vildi hins vegar ekki betur til en svo að landfestar losnuðu og byrjaði skipið að reka frá bryggju með olíuleiðsluna tengda í land. Fréttavefurinn mbl.is greindi frá. Í fréttinni segir að litlu hafi mátt muna að illa færi og mengunarslys hefði orðin, en það var áhöfnin á dráttarbátnum Magna frá Faxaflóahöfnum sem náði að ýta skipinu að bryggju og festa landfestar að nýju. Magni mun til öryggis verða í Hvalfirði þar til tæmingu er lokið.

Sjá frétt mbl.is um atvikið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir