Skjáskot af þætti Stöðvar2 um helgina þar sem Halldóra og Logi kynntu væntanlegt frumvarp.

Boða frumvarp um nýja stjórnarskrá á grundvelli stjórnlagaráðs

Á sjö ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október síðastliðinn var tilkynnt að Píratar og Samfylkingin hyggjast leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og vinnu Alþingis í kjölfarið. Frumvarpið leggur til að halda áfram vinnu við setningu nýrrar stjórnarskrá þar sem frá var horfið árið 2013. „Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 sýndi að rúmlega tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Alþingi hefur enn ekki lokið við lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að hafa haft til þess 2.556 daga. Íslenska þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Þingmenn og leiðtogar þjóðarinnar eiga að virða ákvörðun þeirra sem valdið hafa til þess að setja þeim leikreglurnar. Skylda kjörinna fulltrúa er til þess að leiða nýja stjórnarskrá í lög og virða þannig vilja íslensku þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu sem Logi Einarsson og Halldóra Mogensen rita undir. Þá segir að frumvarpið um nýju stjórnarskrána verði lagt fram á þingfundi á næstunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir