Ný stjórn kjörin á landsfundi Vinstri grænna

Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn er á Grand hóteli um helgina var ný stjórn kjörin í flokknum. Alls barst 21 framboð í stjórn en hún er skipuð ellefu aðalmönnum og fjórum varamönnum. Katrín Jakobsdóttir var endurkjörin formaður flokksins en hún hefur verið formaður frá árinu 2013. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, er nýr varaformaður. Katrín hlaut 187 atkvæði eða öll greidd atkvæði. Guðmundur Ingi hlaut 187 atkvæði af 192 greiddum atkvæðum. Fimm skiluðu auðu.

Ingibjörg Þórðardóttir er nýr ritari hreyfingarinnar. Ingibjörg hlaut 119 atkvæði af 192. Una Hildardóttir sem einnig var í framboði hlaut 72 atkvæði. Einn skilaði auðu. Rúnar Gíslason úr Borgarnesi er nýr gjaldkeri hreyfingarinnar. Rúnar hlaut 117 atkvæði af 192. Ragnar Auðun Árnason sem einnig var í framboði hlaut 69 atkvæði. Sex skiluðu auðu.

Meðstjórnendur voru sömuleiðis kjörnir en þeir eru: Ragnar Auðun Árnason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Berglind Häsler, Álfheiður Ingadóttir, Þóra Magnea Magnúsdóttir, Elva Hrönn Hjartardóttir og Andrés Skúlason. Varamenn eru Bjarni Jónsson, Cecil Haraldsson, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Einar Bergmundur Þorgerðason Bóasson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir