Hjónin Kolbrún Sveinsdóttir og Bjartmar Hannesson bregða á leik með ilmandi töðu. Gras þetta fór til fóðrunar búpenings til mjólkur- og kjötframleiðslu, en ekki ætluð til manneldis. Á fundi VG verður því eitthvert annað grænfóður á matseðlinum. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Víkur fyrir káli kjöt

Vinstri hreyfingin grænt framboð heldur eins og kunnugt er landsfund sinn um helgina. Athygli margra hefur beinst að frétt á Moggavefnum í dag þar sem greint er frá því að fundurinn verður í senn pappírslaus og kjötlaus. Kjötleysið á matseðli fundargesta er sagt vera til að spara kolefnissporin. Eðli málsins samkvæmt finnst bændum þetta gallsúr tíðindi. Þeirra á meðal er Bjartmar Hannesson bóndi á Norður-Reykjum í Borgarfirði sem eitt sinn batt trúss sitt við flokkinn, en hyggst ekki mæta á landsfund að þessu sinni. Bjartmar orti af þessu tilefni eftir morgunmjaltirnar:

Stefnan hún er frekar flöt

og forn ei vegur genginn

víkur fyrir káli kjöt

og klósettpappír enginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir