Hjónin Kolbrún Sveinsdóttir og Bjartmar Hannesson bregða á leik með ilmandi töðu. Gras þetta fór til fóðrunar búpenings til mjólkur- og kjötframleiðslu, en ekki ætluð til manneldis. Á fundi VG verður því eitthvert annað grænfóður á matseðlinum. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Víkur fyrir káli kjöt

Vinstri hreyfingin grænt framboð heldur eins og kunnugt er landsfund sinn um helgina. Athygli margra hefur beinst að frétt á Moggavefnum í dag þar sem greint er frá því að fundurinn verður í senn pappírslaus og kjötlaus. Kjötleysið á matseðli fundargesta er sagt vera til að spara kolefnissporin. Eðli málsins samkvæmt finnst bændum þetta gallsúr tíðindi. Þeirra á meðal er Bjartmar Hannesson bóndi á Norður-Reykjum í Borgarfirði sem eitt sinn batt trúss sitt við flokkinn, en hyggst ekki mæta á landsfund að þessu sinni. Bjartmar orti af þessu tilefni eftir morgunmjaltirnar:

Stefnan hún er frekar flöt

og forn ei vegur genginn

víkur fyrir káli kjöt

og klósettpappír enginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mættu ofjörlum sínum

Snæfellskonur mættu ofjörlum sínum þegar þær sóttu Keflavík heim í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Heimakonur náðu undirtökunum... Lesa meira