Prjónahópur færir þakklætisvott

Frá því að Kaffi Emil var opnað í Grundarfirði fyrir nokkrum árum hefur vaskur hópur kvenna átt afdrep þar einu sinni í viku til að hittast og prjóna. Nú styttist í að mæðgurnar Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og Elsa Fanney Grétarsdóttir hætti rekstri kaffihússins og því vildu þessar vösku prjónakonur færa þeim þakklætisvott fyrir prjónaaðstöðuna. Þær mættu því færandi hendi fimmtudaginn 10. október síðastliðinn með gjafir fyrir þær mæðgur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir