Landsmót fimmtíu ára eldri í Borgarnesi og svo í Stykkishólmi

HSH mun halda Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi sumarið 2021. Frá þessu er greint á vef Stykkishólmsbæjar. Mótið er blanda af íþróttum, alls kyns keppni og hreyfingu með það að markmiði að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag og geta allir tekið þátt á sínum forsendum. Næsta sumar fer mótið fram í Borganesi og þangað munu Hólmarar og aðrir aðildarfélagar í HSH fjölmenna bæði til að taka þátt en einnig til að öðlast þekkingu á umfangi mótsins til undirbúnings fyrir mótið 2021.

Líkar þetta

Fleiri fréttir