Ísfiskur fær fyrirgreiðslu Byggðastofnunar

Fiskvinnslan Ísfiskur á Akranesi hefur fengið jákvæða afgreiðslu lánsumsóknar hjá stjórn Byggðastofnunar. Að sögn Alberts Svavarssonar framkvæmdastjóra er sú lánafyrirgreiðsla háð uppfylltum skilyrðum sem fyrirtækið þarf svigrúm til að mæta. Því mun í eina til tvær vikur til viðbótar ríkja óvissa um framtíð fyrirtækisins. Albert kveðst engu að síður vongóður um að Ísfiskur nái að vinna sig út úr þeim fjárhagslegu þrengingum sem fyrirtækið hefur glímt við eftir flutning starfseminnar úr Kópavogi og á Akranesi. „Ég er vongóður og vona innilega að starfsfólk okkar geti fengið jákvæð tíðindi fyrir mánaðamótin,“ segir Albert í samtali við Skessuhorn.

Eins og kunnugt er var 42 starfsmönnum við fiskvinnslu Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum fyrir síðustu mánaðamót sökum óvissu um fjármögnun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir