Hjalti Sigurðsson við kúadóma. Ljósm. RML.

Breytingar í starfsmannahaldi á RML

Hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er 44 manna hópur starfsmanna með breiða þekkingu á landbúnaði og með aðsetur á 13 starfsstöðvum um landið. RML hóf starfsemi árið 2013 og er stefnan að veita metnaðarfulla þjónustu meðal annars á sviði landbúnaðar og landnytja. Talsverðar breytingar hafa að undanförnu verið kynntar á starfsmannahaldi. Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri fjármála hjá RML með aðsetur á Hvanneyri. Berglind Ósk Alfreðsdóttir var nýverið ráðin í starf ráðunautar á sviði loftslags- og umhverfismála og verður starfsstöð hennar í Reykjavík. Þá hefur Cornelis Aart Meijles hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála. Hann er búsettur í Hollandi en verður með viðveru á Íslandi og starfsstöð hans verður þá á Hvanneyri. Loks var Linda Margrét Gunnarsdóttir ráðin í starf ráðunautur í nautgriparækt og verður starfsstöð hennar á Akureyri.

Á starfsstöðinni á Hvanneyri eru auk þeirra Sigurðar og Cornelíusar þau Árni B. Bragason ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði, Borgar Páll Bragason fagstjóri, Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði, Helga Halldórsdóttir verkefnisstjóri mannauðs og tækni, Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri, Lárus G. Birgisson ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði, Oddný K. Guðmundsdóttir á skrifstofu og Snorri Þorsteinsson ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði..

Líkar þetta

Fleiri fréttir