Betri bílastæði við Saxhól

Framkvæmdum á bílastæðinu við Saxhól lauk nú á dögunum en peningar í það verkefni fengust úr innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 og 2020. Var úhlutunin 6,5 miljónir fyrir árið 2019 og 23,3 milljónir fyrir árin 2020-2021. Hefur Vegagerðin séð um lagfæringarnar á veginum að Saxhól sem og bílastæðinu fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul en það er Stafnafell ehf. sem hefur unnið verkið. Það sem gert hefur verið er að bílastæðið var rétt af, það er að segja klappir sem stóður upp úr stæðinu voru teknar og stæðið planað. Efni var keyrt í veginn og hann breikkaður í sex metra og hækkaður um um það bil 30 til 40 sentimetra og gerður klár til klæðningar. Eftir þessar framkvæmdir er bílastæðið nú 1.850 m2 og fóru um 1.600 m3 af efni í verkið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir