Agnes Joy var tekin upp á Akranesi

Íslenska kvikmyndin Agnes Joy var frumsýnd í Háskólabíói í gær. Fjölmenni var á sýningunni en um er að ræða mynd um Rannveigu sem er að upplifa kulnun í starfi og einkalífi. Þá er hjónabandið ekki vel statt og hún föst í starfi sem hún hatar og á í útistöðum við dóttur sína, Agnesi. Agnes er uppreisnagjörn og virðir ekki reglur. Þegar nýr nágranni kemur hverfur eiginlega gremja þeirra mæðgna um stund og fjölskyldan fer að endurmeta hlutina og kljást við nýjar áskoranir.

Myndinni leikstýrði Silja Hauksdóttir auk þess sem hún skrifaði handritið ásamt þeim Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Aðalhlutverk eru í höndum Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur, Donnu Cruz, Þorsteins Bachmann, Björns Hlyns Haraldssonar og Kristins Óla Haraldssonar. Sögusvið myndarinnar er Akranes og er myndin að mestu tekin þar upp.

Líkar þetta

Fleiri fréttir