Þrjátíu daga fangelsi fyrir sviptingarakstur

Karlmaður var í Héraðsdómi Vesturlands síðastliðinn mánudag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum eftir Esjubraut á Akranesi 9. júní 2019. Fram kemur í dómnum að samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hlotið einn dóm frá árinu 2014 og sjö sinnum gengist undir viðurlög lögreglu og fyrir dómi. „Með brotum sínum nú hefur ákærði í þriðja sinn gerst sekur um akstur sviptur ökurétti. Að öllu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi,“ segir í dómi Héraðsdóms Vesturlands. Engan sakarkostnar leiddi af rannsókn málsins og rekstri þess.

Líkar þetta

Fleiri fréttir