Þessar vinkonur gerðu mjög litríka og fallega poka. Ljósm. Skessuhorn/arg.

Litað á poka í vetrarfríinu

Vetrarfrí í grunnskólum eru gjarnan á þessum tíma árs og voru krakkar á Akranesi í fríi dagana 17.-21. október sl. Ýmislegt var í boði fyrir krakkana á Akranesi og fjölskyldur þeirra þessa daga, eins og ratleikur, opnir tímar hjá íþróttafélögum, námskeið í að lita á poka og boli í Smáprenti og margt fleira. Það voru kátir krakkar með fataliti að gera listaverk á taupoka í Smáprenti í morgun þegar blaðamaður stakk þar inn nefinu. Gátu krakkarnir ráðið hvort þeir fengju poka sem búið var að prenta myndir á eða hvort þeir fengju myndir á pappír til að teikna í gegn á pokana eða hvort þau vildu gera sín eigin listaverk á þá. Útkoman var mjög fjölbreytt og skemmtileg. Að námskeiðinu loknu fóru allir heim með litríka og flotta poka.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira