Arnar Bergþórsson (t.h.) og Arnar Björgvinsson reka fyrirtækið Arnarlæk ehf. sem SSV hefur nú samið við um að gera úttekt á smávirkjanakostum á Vesturlandi. Ljósm. mm.

Gera úttekt á virkjanakostum á Vesturlandi

Frá því var greint á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í síðustu viku að gerður hafi verið samningur við Arnarlæk ehf. um úttekt á smávirkjanakostum á Vesturlandi. Arnarlækur tekur að sér að skoða og greina allt að 70 mögulega virkjanakosti í landshlutanum, þar sem sérstök áhersla verður lögð á virkjanir af stærðargráðunni 50kW til 10MW.

Arnarlækur hefur þegar hafið vinnu við verkefnið og er áætlað að því ljúki í lok mars á næsta ári. Niðurstöður verkefnisins verða í formi flokkunar á valkostum ásamt tillögum um frekari athuganir.

Eins og nýlega kom fram í frétt Skessuhorns stofnuðu fyrirtækið Arnarlæk ehf. nafnar tveir og skólafélagar úr verkfræðideild HÍ, þeir Arnar Björgvinsson og Arnar Bergþórsson frá Húsafelli.

Arnarlækur ehf. er nú með í undirbúningi virkjun á Örlygsstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi auk þriggja annarra smávirkjana. Arnarlækur kom einnig að Urðarfellsvirkjun í Húsafelli sem gangsett var fyrr á þessu ári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir