Eldur kom upp í báti í húsnæði Skipavíkur

Klukkan 15:30 kom upp eldur í bátnum Vesturborgu í skipasmíðastöð Skipavíkur í Stykkishólmi. Verið var að sjóða í botn bátsins, frammi við stefni hans, þegar eldurinn kom upp.

Að sögn Jóns Þórs Eyþórssonar, varðstjóra hjá Lögreglunni á Vesturlandi, var báturinn inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Mikill reykur kom upp. Lögregla og Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis voru fljótar á staðinn, en auk þess var kallað eftir aðstoð frá Slökkviliði Grundarfjarðar og Slökkviliði Snæfellsbæjar.

Eftir að bátnum var komið út úr húsinu hefur slökkvistarf gengið greiðlega og er það langt komið núna í þegar þessi orð eru rituð.

Engin slys urðu á fólki.

Uppfært kl. 17:04

Slökkvistarfi er um það bil að ljúka, verið er að kæla bátinn og gæta að því að glæður leynist ekki milli þilja.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira