
Eldur kom upp í báti í húsnæði Skipavíkur
Klukkan 15:30 kom upp eldur í bátnum Vesturborgu í skipasmíðastöð Skipavíkur í Stykkishólmi. Verið var að sjóða í botn bátsins, frammi við stefni hans, þegar eldurinn kom upp.
Að sögn Jóns Þórs Eyþórssonar, varðstjóra hjá Lögreglunni á Vesturlandi, var báturinn inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Mikill reykur kom upp. Lögregla og Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis voru fljótar á staðinn, en auk þess var kallað eftir aðstoð frá Slökkviliði Grundarfjarðar og Slökkviliði Snæfellsbæjar.
Eftir að bátnum var komið út úr húsinu hefur slökkvistarf gengið greiðlega og er það langt komið núna í þegar þessi orð eru rituð.
Engin slys urðu á fólki.
Uppfært kl. 17:04
Slökkvistarfi er um það bil að ljúka, verið er að kæla bátinn og gæta að því að glæður leynist ekki milli þilja.