Styrktartónleikar fyrir ungar hetjur

Laugardaginn 26. október nk. verða styrktartónleikar fyrir Ester Eir og Ólavíu í Tónbergi sal Tónlistarskólans á Akranesi. Ester Eir og Ólavía eru ungar Skagastúlkur sem báðar glíma við erfið veikindi og mun allur ágóði tónleikanna renna til þeirra og fjölskyldna þeirra.

Fram koma: Agnar Már Magnússon á píanó, Ari Bragi Kárason á trompet, Brynja Valdimarsdóttir syngur, Einar Scheving á trommur og Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassa. Miðasala er á tix.is og kostar miðinn 3.000 kr. Vilji fólk styrkja hetjurnar tvær og þeirra fjölskyldur, en sjá sér ekki fært að mæta á tónleikana, er hægt að leggja inn á styrktarreikning 0186-26-010445 kt: 261085-2759. Nánari upplýsingar um tónleikana er hægt að finna á Facebook viðburðinum Styrktartónleikar fyrir Ester Eir og Ólavíu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir