Blaklið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi stilla sér upp í hópmyndatöku fyrir leik. Ljósmyndir: Gunnhildur Lind Hansdóttir.

Myndasyrpa – Vestlenskir framhaldsskólanemar kepptu í WestSide

Í gær fór fram í Borgarnesi árleg íþróttakeppni framhaldsskólanna þriggja á Vesturlandi. Keppnin nefnist WestSide en þar eigast við í skemmtilegum leik nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Keppt var í Gettu betur og ýmsum íþróttagreinum. Það var Fjölbrautaskóli Snæfellinga sem fór með sigur af hólmi í samanlagðri stigakeppni skólanna og fóru því heim með bikarinn, annað árið í röð. Eftir íþróttakeppnina var kvöldmatur en að honum loknum var ball í Menntaskólanum í Borgarnesi fram yfir miðnætti. Gunnhildur Lind ljósmyndari Skessuhorns kíkti við í íþróttahúsinu í Borgarnesi síðdegis í gær þegar keppt var í blaki.

Sigurður Örn Sigurðsson, íþróttakennari við Menntaskólann í Borgarnesi, betur þekktur sem „Sössi“ hjá nemendum skólans. Hér fundar hann með nemendum sínum áður en blakkeppnin hófst.

Nemendur úr MB. F.v. Marinó Þór Pálmasson, Bjartur Daði Einarsson og Arna Hrönn Ámundadóttir.

Góð tilþrif hjá leikmanni NFFA.

Leikmenn NFSN ekkert nema einbeitingin uppmáluð.

Viðureign NMB og NFSN endaði með jafntefli svo það var framlengt þangað til annað hvort liðið skoraði úrslitastigið, leikar enduðu með Borgarnes-sigri.

Nemendur hvöttu sitt fólk áfram af pöllunum í Fjósinu í Borgarnesi.

Nemendur frá NFSN og NFFA í blakleik.

Líkar þetta

Fleiri fréttir