Vegur á Vesturlandi. Ljósm. úr safni/ kgk.

Fundað um vegamál á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir fundaröð um vegamál í landshlutanum í vikunni. Fundirnir verða haldnir á fjórum stöðum í dag og á morgun. Á þeim mun Ólafur Guðmundsson ráðgjafi kynna úttekt sína og mat á vegum á Vesturlandi. Ólafur er sérfræðingur í umferðaröryggi og hefur um árabil annast EuroRap öryggismat á vegakerfi landsins. Að kynningu hans lokinni verða umræður um vegamál.

Í dag, miðvikudaginn 16. október, verður fundað í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi kl. 16:00 og í Dalabúð í Búðardal kl. 20:00. Á morgun, fimmtudaginn 17. október, verða fundir á Hótel B59 í Borgarnesi kl. 17:00 og í Miðgarði í Hvalfjarðarsveit kl. 20:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir