Breyta afgreiðslutíma Arion banka

Útibú Arion banka í Stykkishólmi verður frá og með 1. nóvember næstkomandi opið frá klukkan 10 til 15 alla virka daga. Þessi nýi opnunartími felur í sér að útibúið verður opið í hádeginu á virkum dögum sem er breyting frá því sem verið hefur, en afgreiðslutíminn styttur um eina klukkustund í staðinn í báða enda. Að sögn Sindra Sigurgeirssonar svæðisstjóra Arion banka á Vesturlandi er með þessu verið að leita hagræðingar í rekstri, en hann kveðst vonast til að breytingin hafi fleiri kosti en galla í för með sér fyrir viðskiptavini bankans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir