Besta birkið – rautt og grænt með kvöldskattinum í Borgarnesi

Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Rótarýklúbbur Borgarness hafa bundist höndum saman og efna til fundar miðvikudaginn 23. október næstkomandi með dr. Þorsteini Tómassyni plöntuerfðafræðingi, sem mun flytja erindi um kynbætur á íslenska birkinu. „Tekist hefur að rækta upp beinvaxið birki, sem er í senn með auknum vaxtarhraða, veðurþolið og fallegt og ný kvæmi eru þegar komin í framleiðslu og sölu í garðyrkjustöðvum. Þorsteinn mun einnig segja frá birkikvæmi sem hefur verið framræktað, og hefur rauð blöð. Kvæmi úr þessum tilraunum eru kominn til framleiðslu og verða til að auka enn fjölbreytnina í íslenskum skógum,“ segir í tilkynningu.

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 18:30 og verður á Hótel B59 í Borgarnesi. „Matur – kvöldskatturinn – verður í upphafi fundar og kostar 2.500 krónur. Miklu skiptir að vitað verði hversu margir komi til þessa matarfundar og eru gestir beðnir um að tilkynna þátttöku til Margrétar Vagnsdóttur: margretv@bifrost.is,“ segir í tilkynningu frá Skógræktarfélaginu og Rótarýklúbbnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira