Haukur Valtýsson formaður UMFÍ og Hrönn Jónsdóttir sem hlaut gullmerki hreyfingarinnar.

Hrönn og Örn sæmd gullmerki UMFÍ

Hrönn Jónsdóttir var sæmd gullmerki Ungmennafélags Íslands á sambandsþingi sem haldið var um síðustu helgi, sem og Örn Guðnason. Bæði sátu þau í stjórn UMFÍ, Hrönn sem ritari en Örn varaformaður og hvorugt þeirra gaf kost á sér til áframhaldandi setu á þinginu.

Hrönn er 33 ára gömul og meðal þeirra yngstu sem hafa hlotið gullmerki UMFÍ í rúmlega 110 ára sögu hreyfingarinnar. Hún hefur setið í stjórn UMFÍ undanfarin sex ár, fyrst sem meðstjórnandi 2013-2015 og síðan sem ritari 2015-2019. Hrönn er frá Lundi í Lundarreykjadal, hefur tekið virkan þátt í starfi Ungmennasambands Borgarfjarðar í gegnum tíðina og var m.a. framkvæmdastjóri UMSB um tíma.

Örn hefur verið varaformaður UMFÍ undanfarin fjögur ár. Hann var áður ritari stjórnar frá 2007-2011 og aftur 2013-2015. Samtals hefur hann því verið tíu ár í stjórn. Þá var hann varaformaður HSK, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss 2006-2013 og framkvæmdastjóri HSS 1982-1983, auk þess að hafa setið í fjölda framkvæmdanefnda landsmóta og annarra nefnda fyrir hreyfinguna. Hann er alinn upp á Hvolsvelli og var formaður Umf. Baldurs frá 1978-2980. Hann situr í stjórn Íslenskrar getspár sf. og í Íþróttanefnd ríkisins fyrir hönd UMFÍ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir