Ljóðasamkeppni grunnskólabarna á Óperudögum

Á Óperudögum, sem hefjast miðvikudaginn 30. október og standa fram á sunnudaginn 3. nóvember, verður efnt til ljóðasamkeppni meðal grunnskólabarna. Þema hátíðarinnar verður; ljóð fyrir loftslagið. Allir krakkar eru hvattir til að senda inn ljóð um loftslagið en það getur verið um náttúruna, drauma, framtíðina eða hvað það sem krökkunum dettur í hug, svo lengi sem það fellur undir þemað. Veittar verða viðurkenningar í 1.-5. bekk og í 6.-10. bekk og í valnefnd eru íslenskir rithöfundar, fulltrúi Forlagsins, fulltrúi Norræna hússins, fulltrúi Borgarbókasafnsins og fulltrúar hátíðarinnar. Geta krakkarnir sent inn ljóð á sínu móðurmáli, hvort sem það er íslenska eða öðru tungumáli, og fá ljóð á öðrum tungumálum en íslensku sérstaka viðurkenningu. Ljóðin sem berast verða birt víðsvegar um bæinn og á samfélagsmiðlum á meðan hátíðin stendur yfir. Hægt verður að skila inn ljóðum fram að næstkomandi sunnudegi 20. október. Öllum ljóðum skal skilað inn ásamt fullu nafni höfundar, heimilisfangi og símanúmeri forráðamanns á: Ljóðadagar Óperudagar, Pósthólf 8783, 108 Reykjavík. Eða á netfangið operudagar@operudagar.is.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir