Fram á völlinn í Árbliki

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa boðað til kynningarfundar um verkefnið „Fram á völlinn“ sem kemur í kjölfar verkefnisins „Gríptu boltann“ sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins stóð að. „Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði. Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit og verður í boði í Þingeyjarsýslum og Dölum í haust,“ segir í tilkynningu. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn á Félagsheimilinu Árbliki í dag, mánudaginn 14. október og hefst klukkan 17:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir