Grjótháls. Bærinn Grjót í Þverárhlíð fremst á mynd, en Baulan í bakgrunni. Vegagerðin hefur, frá því þessi mynd var tekin, lagt af viðhald vegarins og er hann nú ófær nema vel búnum jeppum. Ljósm. Mats Wibe Lund.

Borgfirðingar vilja beisla vindorkuna

Síðastliðið fimmtudagskvöld efndu Einar Örnólfsson bóndi á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð og Helgi Hjörvar ábúandi á Hafþórsstöðum í Norðurárdal til kynningarfundar með nágrönnum sínum um hugsanlegan vindmyllugarð á Grjóthálsi, sem skilur að sveitir þeirra. Fundurinn var haldinn í samkomuhúsinu við Þverárrétt. Samkvæmt hugmyndum sem kynntar voru verða reistar allt að sex stórar vindmyllur á miðjum Grjóthálsinum, ef af verkefninu verður. Þá var einnig upplýst á fundinum að eigandi Króks í Norðurárdal hefur heimilað Norðmönnum að ráðast í rannsóknir í landi sínu með tilliti til vindmyllu uppsetningar. Einar Örnólfsson staðfestir í samtali við Skessuhorn að verkefni þetta sé enn á hugmyndastigi og allsendis óvíst hvort af því verður. Því væri ekki tímabært að lýsa því nánar að svo stöddu. Þeir hafi hins vegar viljað hafa nágranna sína upplýsta frá upphafi og því boðið til kaffis og spjalls í Réttinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir