Einn látinn eftir umferðarslys á Snæfellnesi

Farþegi sem var í bifreiðinni sem valt í gær skammt frá Gröf í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur veirð úrskurðaður látinn. Fleiri eru mikið slasaðir. Lögreglan á Vesturlandi greindi frá þessu á Facebook í dag. Slysið varð með þeim hætti að fimm manna fjölskylda var á akstri í litlum fólksbíl um klukkan 13 í gær. Bíllinn fór útaf og valt nokkrar veltur. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila á Vesturlandi var vegna slyssins en auk þess voru tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar kallaðar á vettvang. Fluttu þær fjóra á sjúkrahús en einn var fluttur með sjúkrabíl. Lögreglan á Vesturlandi fer með rannsókn á orsökum slyssins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir