Hér er önnur af tveimur þyrlum LHG að fljúga með fólk á sjúkrahús. Ljósm. aðsend.

Alvarlegt bílslys á sunnanverðu Snæfellsnesi

Laust eftir hádegi í dag varð alvarlegt bílslys á sunnanverðu Snæfellsnesi skammt frá Gröf í Miklaholtshreppi. Lítill bíll með fimm erlenda ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt. Mikill viðbúnaður viðgbragðsaðila á Vesturlandi var vegna slyssins. Meðal annars fóru tækjabílar frá slökkviliðunum úr Stykkishólmi og Borgarnesi á vettvang, sem og lögregla og sjúkrabílar frá Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Borgarnesi. Einnig var kallað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til flutnings hinna slösuðu og voru tvær þyrlur sendar á vettvang; TF-EIR og TF-GRO. Fluttu þær fjóra mikið slasaða á sjúkrahús í Reykjavík. Einn var fluttur með forgangsakstri á slysadeild i Reykjavík.

Snæfellsnesvegur var lokaður um tíma vegna slyssins, en umferð var hleypt í gegn fljótlega eftir að aðgerðum lögreglu á vettvangi lauk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir