Horft af skólaholtinu yfir íþróttamannvirkin en nú á að vinna deiliskipulag fyrir allt svæðið.

Deiliskipuleggja svæðið umhverfis íþróttamiðstöð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt lýsingu á skipulagsverkefni fyrir Borgarvog í Borgarnesi. Fyrirhugað er að vinna nýtt deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið í Borgarnesi ásamt Þorsteinsgötu, Kjartansgötu, Skallagrímsgötu og hluta Borgarbrautar. Ekkert deiliskipulag hefur verið í gildi á stærstum hluta svæðisins þó svæðið sé í raun fullbyggt.

„Í deiliskipulaginu verður gert ráð fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið á fyllingu norðan við núverandi hús. Einnig er gert ráð fyrir nýjum stígum og tengingum við núverandi stígakerfi. Hluti af stígakerfinu er möguleg fylling undir stíg í smá vík við enda Kjartansgötu sem myndi tengjast við íþróttasvæðið. Innan svæðisins er hugsanlegt flóðasvæði sem miðast við svæði sem er í 0-5 metra hæð yfir sjávarmáli og þarf að taka tillit til þess í skipulaginu. Umsagnir voru lagðar fram. Málsmeðferð var samkvæmt 40. grein Skipulagslaga nr. 123/2010,“ segir í samhljóða afgreiðslu sveitarstjórnar á síðasta fundi hennar í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir