
Bleikt þema á Morgunstund í Brekkubæjarskóla
Fjölmenni mætti að vanda í Morgunstund í Brekkubæjarskóla á Akranesi, en fyrst slíkra gæðastunda á haustönn var í gærmorgun í íþróttahúsinu. „Að venju var mikið um dýrðir og fjöldi nemenda steig á stokk. Áhorfendapallarnir voru þétt setnir og bleikur litur var áberandi í húsinu í tilefni af bleikum október,“ segir í frétt skólans.
Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Brekkubæjarskóla á brak.is