Hér er verið að bjarga fólki af fjórðu hæð hússins. Ljósm. bkþ.

Æfðu björgun úr hæsta fjölbýlishúsi Borgarbyggðar

Þriðjudaginn 1. október hélt körfubílshópur Slökkviliðs Borgarbyggðar reglubundna æfingu sína. Að þessu sinni var æft við fjölbýlishúsið Borgarbraut 57 í Borgarnesi, en húsið er nýtt og þangað flytur þessi misserin fólk sem orðið er 50 ára eða eldra. Svo skemmtilega vildi til að daginn bar einmitt uppá Alþjóðadag aldraðra!

Slökkvilið Borgarbyggðar keypti körfubíl fyrr á þessu ári, notaða Skania bifreið frá Svíþjóð. Ekki þótti forsvaranlegt annað í ljósi hæðar nýrra fjölbýlishúsa að hafa búnað sem hægt er að nota til björgunar úr mikilli hæð. „Æfingin fólst meðal annars í því að máta bílinn við húsið með tilliti til fjarlægða frá því við vinnu með krana bílsins og aðgengi okkar að baklóð húsanna við Borgarbraut 57 og 59. Fólki var bjargað til jarðar af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishússins en full útdreginn er kraninn 32 metrar og nær því í ríflega sex metra hæð yfir efstu brún sjöundu hæðar Borgarbrautar 57,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í samtali við Skessuhorn.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir