Guðbjörg Halldórsdóttir er aðalhvatamaðurinn að stofnun ungmennahúss í Stykkishólmi. Ljósm. úr einkasafni.

Ungmennahús í Stykkishólmi í undirbúningi

Í undirbúningi er stofnun ungmennahúss í Stykkishólmi, ætlað ungmennum á aldrinum 16 til 25 ára. Guðbjörg Halldórsdóttir er aðalhvatamaðurinn að stofnun ungmennahússins. Hún segir verkefnið enn á undirbúningsstigi en vonast til að það verði komið vel af stað eftir miðjan mánuðinn. „Ungmennahúsinu er ætlað að verða vettvangur fyrir ungmenni í Stykkishólmi að koma saman og gera bara það sem þau vilja gera. Það vantar svoleiðis vettvang í Hólminn, félagsstarf fyrir fólk á þessum aldri,“ segir Guðbjörg í samtali við Skessuhorn.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir