Helga Guðný Jónsdóttir jógakennari. Ljósm. Skessuhorn/arg.

„Ég hef alltaf verið mjög andleg manneskja“

„Jóga er allur pakkinn, líkamsrækt, núvitund, slökun, hugleiðsla og bara allt það sem lætur okkur líða betur,“ segir Helga Guðný Jónsdóttir jógakennari á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Helga Guðný kynntist jóga fyrst í kringum aldarmótin þegar hún mætti í jógatíma í Kópavogi en það var svo ekki fyrr en árið 2011 þegar áhuginn á jóga kviknaði hjá henni. Hún fór þá í Hot jóga á Akranesi og leiddi það til þess að hún ákvað að taka kennsluréttindi í jóga. Hún byrjaði á að taka kennsluréttindi í Hatha jóga sem er frekar hefðbundið jóga. Þar fer fólk í ákveðnar stöður og heldur þeim í smá tíma og lætur andardráttinn vinna með. Hún tók einnig kennsluréttindi í Vinyjasa jóga, sem hefur aðeins meira flæði. Þar er farið úr einni stöðu yfir í aðra nokkuð ört. „Jóga er í grunninn alltaf það sama, þetta er allskonar iðkun, eða stöður, sem unnið er með á margvíslegan hátt,“ segir Helga Guðný sem hefur síðustu ár verið dugleg við að afla sér þekkingar, reynslu og kennsluréttinda í ýmsum tegundum jóga.

Nánar er rætt við Helgu Guðnýju í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir