Ísak, Stefanía og Eirný Svana afhentu bæjarstjóra Snæfellsbæjar bréf undirritað af öllum börnum í Rifi. Með þeim á myndinni eru Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Valgerður Hlín Kristmannsdóttir, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa. Ljósm. Snæfellsbær.

Ræddu aðbúnað og aðstöðu barna í Rifi

Unga kynslóðin í Snæfellsbæ lætur sig málefni bæjarfélagsins varða. Þau Ísak, Stefanía og Eirný Svana frá Rifi mættu á bæjarskrifstofuna þriðjudaginn 8. október síðastliðinn og ræddu við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og Valgerði Hlín Kristmannsdóttur, aðstoðarmann byggingafulltrúa, um bætta aðstöðu og aðbúnað barna í Rifi.

Komu þau vel undirbúin til fundarins og fóru yfir endurbætur leikvallarains í Rifi, kofasvæðið sem þeim þykir svolítið krípí og mögulega staðsetningu fyrir ærslabelg í Rifi. „Þau byrjuðu á því að koma sér vel fyrir í sófanum og fóru yfir málin með Kristni bæjarstjóra og Valgerði frá tæknideildinni áður en þau afhentu bæjarstjóra bréf sem er undirritað af öllum börnum [í] Rifi og sýndu honum svo hentugar staðsetningar fyrir ærslabelginn í tölvunni,“ segir á Facebook-síðu Snæfellsbæjar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir