Orðsending til áskrifenda í Rifi

Áskrifendur Skessuhorns í Rifi á Snæfellsnesi athugið: Blaðapakki Rifs fór á flæking í nótt og var blað vikunnar því ekki borið í hús í morgun. Búið er að koma nýjum blaðapakka áleiðis á Snæfellsnes og verða blöðin borin í hús í fyrramálið. Sömuleiðis tapaðist pakki með lausasölublöðum í Söluskála ÓK í Ólafsvík og verða þau komin í hús í fyrramálið. Beðist er velvirðingar á þessari töf.

-Skessuhorn

Líkar þetta

Fleiri fréttir