Kerran komin í góðar hendur. Ljósm. tfk.

Lions gefur leikskólanum nýja fjórburakerru

Lionsklúbbur Grundarfjarðar kom færandi hendi á dögunum á Leikskólann Sólvelli og gaf nýja fjórburakerru fyrir yngstu börnin á leikskólanum. Nú eru stærri árgangar að koma inn í leikskólann á næstunni og því mikil þörf fyrir þessa viðbót. Anna Rafnsdóttir tók við gjöfinni frá Guðmundi Smára Guðmundssyni formanni Lionsklúbbs Grundarfjarðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir