Frá setningu málþingsins sem haldið var í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Bára Daðadóttir í ræðustól. Ljósm. Skessuhorn/mm

Lærdómssamfélagið var viðfangsefni íbúaþings á Akranesi

Síðastliðinn miðvikudag fór fram áhugavert íbúaþing í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Heiti þess var Lærdómssamfélagið Akranes og til umfjöllunar voru mennta- og frístundamál í víðasta samhengi út frá öllum skólastigum. Leitast var við að skilgreina hvað felst í samfélagi sem vill skapa frjótt og uppbyggilegt lærdómssamfélag íbúum til hagsældar. Um 120 manns sóttu þingið. Þorri gesta kom úr fræðasamfélaginu á Akranesi, en þó einnig áhugasamir foreldrar og ýmsir fleiri. Í fyrstu voru tvö erindi flutt en að þeim loknum boðið upp á örmálstofur og endað á umræður í hópum með þjóðfundarfyrirkomulagi. Málþingsstjóri var Ársæll Már Arnarsson prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Ítarlega er greint frá þinginu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir