Haust. Ljósm. úr safni tók Guðlaugur Óskarsson í Reykholti.

Haustið læðist yfir

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s og að víða verði rigning á morgun, fimmtudag. Jafnvel talsverð rigning fyrir norðan og austan og snjókoma til fjalla. Bjart verður með köflum á Suður- og Vesturlandi. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast syðst. Áfram norðaustanátt á föstudag og stöku skúrir, en dálítil rigning með norðurströnd landsins. Snjókoma til fjalla. Lengst af þurrt á Vesturlandi. Hiti 1 til 7 stig. Austlæg eða breytileg átt á laugardag. Skýjað með köflum en dálítil væta með suður- og vesturströndinni. Hiti 1 til 6 stig að deginum. Austlæg átt og skýjað en úrkomulítið fyrir austan á sunnudag. Bjart með köflum á Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki í innsveitum norðaustanlands en 6 stig fyrir sunnan. Austlæg átt og lítilsháttar slydda eða rigning fyrir austan á mánudag, bjart með köflum um landið vestanvert. Hiti breytist lítið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir