Tæknimessa var síðast haldin í skólanum 2017. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Elsta stig grunnskólanna á Tæknimessu á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 10. október, fer fram Tæknimessa í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Messan hefst kl. 9:30 og stendur til kl. 14. Þangað eru væntanlegir nemendur elsta stigs grunnskólanna á Vesturlandi, 8.-10. bekkja, alls um 750 manna hópur með kennurum. Nokkur fyrirtæki verða að auki og kynna sína starfsemi og allar iðnbrautir í FVA verða með kynningar sem og afreksbraut skólans. Þá verða eldsmiðir fyrir utan skólann og munu sýna og segja frá sínu handverki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir