Tæknimessa var síðast haldin í skólanum 2017. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Elsta stig grunnskólanna á Tæknimessu á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 10. október, fer fram Tæknimessa í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Messan hefst kl. 9:30 og stendur til kl. 14. Þangað eru væntanlegir nemendur elsta stigs grunnskólanna á Vesturlandi, 8.-10. bekkja, alls um 750 manna hópur með kennurum. Nokkur fyrirtæki verða að auki og kynna sína starfsemi og allar iðnbrautir í FVA verða með kynningar sem og afreksbraut skólans. Þá verða eldsmiðir fyrir utan skólann og munu sýna og segja frá sínu handverki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.