María Neves er nýr verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá Borgarbyggð. Ljósm. Skessuhorn/arg.

„Ég kem með tvö alveg ný og fersk augu“

María Neves var nýverið ráðin í stöðu verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá Borgarbyggð. Um er að ræða nýja stöðu sem snýr meðal annars að stefnumótun og markmiðasetningu í atvinnu-, upplýsinga- og menningarmálum sveitarfélagsins og tók María við starfinu 16. september síðastliðinn. Hún er fædd í Portúgal en flutti til Íslands sem ungabarn og ólst upp á Tálknafirði. Árið 2006 flutti hún í Stykkishólm og hóf nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Þaðan lauk hún stúdentsprófi árið 2009 og flutti skömmu síðar til Reykjavíkur. „Ég og maðurinn minn áttuðum okkur fljótlega á því að höfuðborgarlífið væri ekki það sem við vorum að leita að og tókum ákvörðun um að flytja upp á Akranes árið 2014 og búum þar enn,“ segir María en hún er gift Birni Viðari húsasmiði.

Sjá viðtal við Maríu Neves í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir