Væntanlegt athafnasvæði fyrirtækisins fremst á mynd. Ljósm. sá.

Íbúafundur í Stykkishólmi í kvöld

Boðað hefur verið til íbúafundar með Acadian Seaplants í Stykkishólmi um fyrirhugaða rannsóknar-, öflunar- og þörungaverksmiðju þar í bæ. Fundurinn verður haldinn í Amtsbókasafninu í kvöld, þriðjudaginn 8. október, og hefst kl. 18:00.

Stykkishólmsbær á nú í viðræðum við kanadíska fyrirtækið um framvindu í þessum málum. Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri mun setja fundinn en síðan heldur JP Deveau, forstjóri Acadian Seaplants, erindi þar sem farið verður yfir sögu og framtíðaráform fyrirtækisins og hvers vegna Ísland og Breiðafjörður hentar starfseminni vel. Þá mun Dr. Karl Gunnarsson frá Hafrannsóknarstofnun halda kynningu um rannsóknir á Breiðafirði, auk þess sem forsvarsmenn Acadian Seaplants mun svara spurningum úr sal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira