Útkall að hrognavinnslufyrirtæki

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var á ellefta tímanum í kvöld kallað út vegna elds í Hrognavinnslu Vignis G Jónssonar við Smiðjuvelli 4 á Akranesi. Fljótlega kom í ljós að engin hætta var á ferðum og eldur var ekki laus. Reyk lagði hins vegar frá reykofni sem notaður er til matvælavinnslu. Störfum slökkviliðsmanna lauk því jafn skjótt og þau hófust. Talsverða reykjarlykt lagði um bæjarfélagið í hægviðri kvöldsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir